Mikið veiðist af síldinni

Segja má að veiðum íslenskra skipa af norsk-íslensku síldinni sé lokið. Aflinn er orðinn 110.739 tonn, en leyfilegur heildarafli er 113.674 tonn. Því standa eftir óveidd 2.935 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu.
21 skip hafa landa síld út þessum stofni og eru þrjú þeirra með meira en 9.000 tonn. Aflahæsta skipið er Vilhelm Þorsteinsson EA með 10.614 tonn, Beitir NK er með 10.511 tonn og Börkur NK með 9.546 tonn.
Um leið og veiðum á norsk-íslensku síldinni er að ljúka, hefjast veiðar á íslensku sumargotssíldinni. Þar er leyfilegur heildarafli 79.096 tonn. Nú eru komin 20.747 tonn á land og hafa 20 skip landað afla. Vilhelm Þorsteinsson EA er með 2.515 tonn. Ásgrímur Halldórsson SF með 2.169 og Víkingur Ak með 2.003 tonn.
Vilhelm er með mestar heimildir, 9.652 tonn og næst kemur Jóna Eðvalds SF með 9.306.