Ýsa í engifer og soja

Ýsan er í miklu uppáhaldi hjá okkur Íslendingum. Hún er afbragðs matfiskur sem elda má á óteljandi vegu. Nú eldum við hana með austurlensku ívafi. Einfaldur og góður fiskréttur.
Innihald:
• 4 ýsubitar, roð- og beinlausir, um 180g hver
• 1 ½ bolli sojasósa
• Þumlungur af ferskum engifer, afhýddur og saxaður smátt
• ½ laukur, smátt saxaður
• ½ bolli púðursykur
• safi úr tveimur sítrónum
• 1/1 bolli fersk steinselja, söxuð
• salt og svartur pipar eftir smekk
Aðferðin:
Hrærið öllu innihaldinu í maríneringu í skál og leggið ýsubitana í hæfilegt fat og hellið maríneringunni yfir. Setjið plast filmu yfir fatið og látið marínerast í 1 til 2 tíma í ísskáp.
Veiðið bitana upp úr maríneringunni og bakið í ofni í um 25 mínútur við 180°C. Athugið að bökunartíminn ræðst af þykkt bitanna. Færið fiskinn síðan upp á diska og jafnið maríneringunni á þá. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og fersku salati.