Litlu jólin haldin um borð í Harðbaki

12
Deila:

Borðin svignuðu undan kræsingum í Harðbak EA 3, togara ÚA um síðustu helgi. Kristinn kokkur hafði undirbúið innkaup aðfanga vel og vandlega fyrir túrinn  eins og venjulega, að þessu sinni þurfti þó að gera ráð fyrir veglegum litlu jólunum um borð eins og vera ber á sjálfri aðventunni.

Sérstakur jólamatseðill var útbúinn, rétt eins og á góðum veitingahúsum og undirstrikað var að ætlast væri til snyrtilegs klæðnaðar við borðhaldið, enda hátíð um borð.

Ekki var gert hlé á veiðum, efnt var til spurningaleika á milli vakta og vegleg verðlaun auðvitað í boði. 

Heimasíða Samherja fékk sendar nokkrar myndir frá litlu jólunum, sem segja meira en mörg orð og má skoða þær á þessari slóð https://www.samherji.is/is/frettir/strakarnir-a-hardbak-ea-i-jolaskapi-a-midunum

Deila: