Breyttar reglur um skráningu á grálúðu
Fiskistofa vekur athygli á því að felldir hafa verið brott grunnstuðlar fyrir grálúðu. Grálúða fellur því ekki lengur undir nýtingakerfið. Einnig hefur verið gerð breyting á reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða og er nú skylt að hirða grálúðu sporða, og er samtala sporða, hausa og búka notuð til grundvallar aflaskráningu.