Loftslagsmál og aukin fjölbreytileiki í matvælaframleiðslu áherslumál í fjárlagafrumvarpi

Fjárlög á málefnasviði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir árið 2022 endurspegla áherslur í loftslagsmálum og auknu matvælaöryggi, auknu frelsi til fjölbreyttari matvælaframleiðslu og verðmætasköpunar sem og hvötum til nýsköpunar. Þá er lögð áhersla á að einfalda stjórnsýslu enn frekar og auka stafræn samskipti og að halda áfram að þróa Matvælasjóð sem styrkir nýsköpunar- og þróunarverkefni á sviði matvælaframleiðslu.
Á málefnasviði sjávarútvegs og fiskeldis er áhersla er lögð á að auka samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs, að styðja við minni sjávarbyggðir og auka verðmætasköpun. Mikilvægt er að stuðla að aukinni verðmætasköpun og styrkingu stjórnsýslu í fiskeldi.
Þá er meðal annars lögð áhersla á eftirfarandi verkefni:
- Aukinn rekjanleika hráefnis frá veiðum til markaðar og þar með bættan markaðsaðgang fiskafurða
- Endurskoðun framkvæmdar við ráðstöfun atvinnu- og byggðakvóta.
- Nýr fiskeldissjóður var stofnsettur 2021, til styrkingar innviða þar sem fiskeldi er stundað í sjókvíum. Fjárheimild málaflokksins verður aukin um 80,9 m.kr. vegna sjóðsins.