Vilja fá nema á skipin

Vinnslustöðin hf. auglýsir eftir nemum í skipstjórn og vélstjórn til starfa á skipum sínum. Vinnslustöðin er rótgróið útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Vestmannaeyjum og gerir út þrjú togskip, einn netabát og þrjú uppsjávarskip.
Vinnslustöðin hefur um nokkurra ára skeið boðið starfsmönnum sem eru í starfstengdu námi styrktarsamning á meðan námi stendur. Í styrktarsamningi fyrir starfsmenn sem stunda nám í vélstjórn og skipstjórn felst:
- Peningastyrkur til starfsmanns í námi á hverri önn.
- Að starfsmanni í námi er tryggð vinna við störf á skipum VSV meðfram námi.
- Að starfsmanni í námi er tryggð vinna að námi loknu við störf tengd námi.
- Skilyrði um endurgreiðslu styrks ef námi er ekki lokið eða starfsmaður hættir störfum.
Nám í skipstjórn og vélstjórn er allt að 8 – 10 anna nám. Ef nemi hefur annað nám eða starfsreynslu að baki þá er hugsanlegt að hægt sé að meta eitthvað af því með raunfærnimati og stytta námið. Nánari upplýsingar um raunfærnimatið veitir Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestm. – viska[at]viskave[dot]is. Allar upplýsingar um nám í skipstjórn og vélstjórn má finna á heimasíðu Tækniskólans á tskoli.is.
Frekari upplýsingar má fá á slóðinni https://www.vsv.is/about-vsv/news/nemar-i-skipstjorn-og-velstjorn/