Fékk svartfugl upp úr þorski

Hann er frá „Patró“ maður vikunnar að þessu sinni. Hann er búinn að vera með Núp BA í 23 ár. 14 ára byrjaðir hann á skaki. Ýsa í raspi er uppáhaldsmaturinn hans.
Nafn:
Jón Bessi Árnason.
Patreksfirði.
Fjölskylduhagir?
Giftur 3 börn 7 barnabörn og 2 langafabörn.
Hvar starfar þú núna?
Skipstjóri á Núp BA 69 síðustu 23 ár.
Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?
14 ára á Björgvin BA 1 á skaki.
Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Þegar vel gengur í góðu veðri.
En það erfiðasta?
Bræla og reiðileysi.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Þegar ég var á handfærum á Smára BA 232 og fékk svartfugl upp úr þorski.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Einar Jónsson á Smára BA 232.
Hver eru áhugamál þín?
Ferðalög á húsbílnum með góðum félögum.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Ýsa í raspi með miklum lauk.
Hvert færir þú í draumfríið?
Marmaris á Tyrklandi.