Breytt rekstrarleyfi Arnarlax

Matvælastofnun hefur breytt rekstrarleyfi Arnarlax hf. til fiskeldis í Arnarfirði. Matvælastofnun auglýsti tillögu að breyttu rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 6. apríl 2022 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 4. maí 2022.
Arnarlax sótti um breytingu á rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis í Arnarfirði. Breytingin felur í sér færslu og stækkun á eldissvæðunum Haganesi, Steinanesi og Hringsdal. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.
Framkvæmd fyrirtækisins er ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður