„Ferrari hafsins“ veiddur upp úr laxeldiskví

Stóreflis túnfiskur, 330 kílóa flykki, náði að smeygja sér inn í laxeldiskví Osland Havbruk í Høyanger, sem er við Sognefjorden.
Þetta kom í ljós á laugardagsmorguninn, en þegar hefja átti fóðrun, kom í ljós að óboðin gestur hafði boðið sér í mat. Það reyndist vera 282 sentímetra langur og 330 kílóa þungur bláugga túnfiskur.
Túnfiskurinn virðist hafa þröngvað sér inn í kvína og þegar var gripið til þess ráðs að loka gatinu til að koma í veg fyrir að lax skyldi sleppa út. Túnfiskurinn var svo veiddur í sérstakan háf og veiðimaður var kallaður til til að skjóta hann með riffli. Túnfiskurinn var svo fluttur á fiskmarkaði í Bergen.
Þessi tegund túnfisks er afar fljót í förum og getur synt í allt að 70 kílómetra á klukkustund. Því hefur hann oft verið kallaður Ferrari hafsins.
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=514050157191969&set=a.484547683475550&type=3