Reynir B. Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vélfags ehf. og tekur við starfinu af þeim Bjarma Sigurgarðarssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur sem stýrt hafa fyrirtækinu frá stofnun árið 1995. Reynir hefur verið framleiðslustjóri fyrirtækisins en var áður framkvæmdastjóri Ferrozink og þar áður framleiðslustjóri Norðlenska og Skinnaðinaðar. Bjarmi og Ólöf Ýr munu áfram starfa við vöruþróun en þau eiga 45% félaginu ...